Ávaxtaskrímsli

Ávaxtaskrímsli

Þessi er frábær á veisluborðið og má bæta við hvaða ávöxtum sem er. Skemmtilegast er að hafa blönduna sem litríkasta.

1 Vatnsmelóna

1 lítil Kantalópa

Græn vínber

Jarðarber

Bláber

Byrjið á að teikna útlínur munnsins til að hægt sé að skera út munninn á skrímslinu.

Opið þarf að vera nægilega stórt til að hægt sé að skafa kjötið innan úr hýðinu með melónuskeið.

Kljúfið og fræhreinsið kantalópu melónuna og notið einnig melónuskeið til að móta melónukúlur.

Skolið berin og raðið ávöxtunum í kringum melónuskrímslið.

Notið tannstöngul til að festa augu úr gúrkusneiðum og bláberjum.