Banana hvolf-muffins
Karamellusósa:
50 g smjör eða smjörlíki
70 g púðursykur
2 msk kókosmjólk
1/2 tsk vanilludropar
2 stk bananar, skornir í sneiðar
12 tsk kókosmjöl
Deig:
60 g smjör
50 g sykur
20 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 egg
120 g hveiti
3/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/8 tsk kanill
90 ml mjólk
Byrjið á að bræða smjör i potti, bætið við púðursykri, vanillu og kókosmjólk. Látið krauma og takið síðan af hitanum.
Smyrjið muffinsform vel með smjöri og setjið síðan karamellusósu í botninn. Setjið banana í hvert hólf og 1 tsk af kókos í hvert hólf.
Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri. Bæti eggi og vanilludropum út í og þeytið vel saman. Bætið að lokum þurrefnum og mjólk út í og hrærið varlega saman. Setjið deigið að lokum yfir bananana og bakið við 175°c í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn og hafa tekið fallegan gylltan lit.
Hvolfið kökunum strax yfir á disk á meðan formið er heitt til að auðveldara sé að ná kökunum út forminu (gott getur verið að renna hníf umhverfis hverja köku til að tryggja að kakan sé laus í forminu áður en því er hvolft).