Boeuf Bourguignon
Þessi uppskrift er byggð á uppskriftinni hennar Juliu Child en ég breytti nokkrum atriðum til að auðvelda eldamennskuna og minnka svolítið fituinnihaldið í réttinum sem mér fannst óþarflega hátt. Það er einnig hægt að elda réttinn í ofnpotti með loki ef fólk á ekki slowcooker en þá er eldað við lágan hita (150 °c í 2-3 klst) en eldunarleiðbeiningar ættu annars að vera svipaðar.
6-8 sneiðar reykt bacon
400 g nautagúllas
1 msk hveiti
olía til steikingar
1-2 gulrætur
1 lauf hvítlaukur pressað
350 ml rauðvín
350 ml nautasoð
1/2 tsk timjan
1 msk tómatpúrra
1 lárviðarlauf
1 askja sveppir
15-30 perlulaukar eða skalottlaukar (ég nota heilt net)
Byrjað er á því að steikja bacon og taka það síðan til hliðar. Gott er að skera baconið í strimla þegar það er búið að kólna. Pannan er ekki skoluð á milli þar sem skófirnar eru notaðar til að byggja upp sósuna seinna í uppskriftinni.
Gúllasinu er velt upp úr hveiti og síðan er það snöggsteikt á pönnuni. Ath einungis er verið að loka kjötinu svo það á að steikjast við háan hita en ekki gegnumsteikja það sett í slow cooker pott ásamt bacon strimlum.
Þá er rauðvíninu hellt á pönnuna og skófirnar losaðar af pönnuni. Nautasoði er einnig hellt á pönnuna og timjan bætt við. Soðsósan er látin krauma í nokkrar mínútur og síðan hellt yfir kjötið í pottinum.
Skera gulræturnar í sneiðar og mýkja þær í sjóðandi vatni í nokkrar mínútur og setja í pottinn með kjötinu.
Tómatpúrra og lárviðarlauf eru sett í pottinn og síðan er stilt á medium í nokkrar klukkustundir.
Sveppirnir eru skornir gróft og steiktir uppúr smá olíu og þeir eru síðan látnir bíða þar til hálftími er eftir af eldunartímanum.
Skalottlaukarnir eru látnir í sjóðandi vatn í 30 sekúndur, endinn er skorinn af og þá er auðvelt að ná hýðinu utanaf lauknum. Laukarnir eru settir á pönnu með smá olíu og látnir mýkjast aðeins. Laukarnir eru settir út í pottinn á sama tíma og sveppirnir.
Tilvalið er að bera þennan rétt fram með soðnum kartöflum.