Brauðbollukrans
1 tsk þurrger
120 ml volgt vatn
1/2 msk olía
1/2 tsk salt
200 g hveiti
Hvítlaukssmjör
pizzasósa
1 tsk rifinn parmesan
Leysið gerið upp í volgu vatninu og leyfið blöndunni að standa í 10 mínútur áður en hveiti, olíu og salti er bætt út í skálina.
Hnoðið þar til deigið er slétt og sprungulaust. Leyfið deiginu að hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
Skiptið deiginu í 10 kúlur. Leggið litla skál á hvolf á bökunarpappír og raðið deigkúlunum í kring um skálina til að mynda krans. Leyfið deiginu að hefast í 20 mínútur, fjarlægið skálina og bakið við 180°c í u.þ.b. 10 mínútur.
Penslið bollurnar með hvítlaukssmjöri. Setjið skálina í miðjuna og fyllið skálina með pizzasósu og stráið örlitlum rifnum parmesan osti yfir sósuna.