Buffalo kjúklingapasta
1-2 kjúklingabringur, eldað og skorið í bita
1/2 teningur kjúklingakraftur
1/2 dl vatn
1 lítil dós philadelphia rjómaostur
4 msk sýrður rjómi
1 bréf ranch dressing mix
2-6 msk buffaló sósa (eftir hversu sterkt þetta á að vera)
100 g rifinn ostur, skipt í tvennt
250 g þurrt pasta
1/2 rauð paprika og 1 vorlaukur
Byrja á að sjóða pasta.
Í öðrum potti má leysa upp kjúklingakraftinn í vatni. Bæta við rjómaosti, buffalósósu og ranch kryddi.
Bæta við helmingnum af ostinum og sýrða rjómanum og hræra þar til osturinn er bráðinn.
Nú má taka sósuna af hitanum, bæta pastanu og kjúklingnum útí og hræra afgangnum af ostinum saman við.
Gott er að skera smátt papriku og vorlauk og strá yfir réttinn.