Croque monsieur í air fryer
Þessi samloka er afar einföld en skemmtileg útfærsla af hinni hefðbundnu skinkusamloku.
2 sneiðar samlokubrauð
nokkrar sneiðar góð reykt skinka
1-2 sneiðar ostur
1 egg slegið saman ásamt
smá svörtum pipar og salti
1 msk mjólk
2 msk rifinn mozzarella ostur fyrir toppinn
Ostasamlokan er sett saman eins og venjulega með ostsneið og skinku á milli.
Samlokunni velt upp úr eggjablöndunni.
Forhitið air fryer í 180°c.
Leggið samlokuna á bökunarpappír í air fryer körfuna og steikið í 8 mínútur. Bætið rifna ostinum á toppinn á samlokunni og bakið áfram í 3-5 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og hefur tekið fallegan gylltan lit.