Eggjakaka

Eggjakaka

Ef ég á afgang af bökuðum kartöflum þá er þetta hádegismaturinn daginn eftir....

1 laukur skorinn

1 msk olía

150 g eldaðar kartöflur

4 eggjahvítur

2 heil egg

salt og pipar

Byrja á að hita pönnuna og nota helminginn af olíunni til að steikja laukinn upp úr. Þegar laukurinn er mjúkur er kartöflunum bætt útá og steikt áfram í 1-2 mín. Restinni af olíunni er bætt útá pönnuna og eggjunum bætt útá. Þá er bara að bíða þar til eggjakakan er búin að taka fallegan lit og þá er bara að snúa kökunni við og baka hina hliðina. Þessi er bæði góð heit eða köld.

Til að toppa allt saman er gott að klippa smá graslauk yfir og bera fram með chili tómat salsa en það er alveg optional.