Ekta enskar crumpets
300 g strong hveiti (13% prótein innihald eða hærra)
400 ml volg mjólk eða undanrenna
100 ml volgt vatn
3 tsk ger
1 tsk sykur
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
Ég fæ um 15 stk úr þessari uppskrift.
Blanda saman volgum vökvanum ásamt geri og sykri í skál og leyfa að standa í 10 mín.
Blanda hveiti, salti og matarsóda saman við og leyfa að hefast í 1-2 klst.
Smyrja crumpets form (hægt að gera heimatilbúin með því að skera topp og botninn úr túnfiskdós). Smyrja pönnuna líka aðeins.
Formin eru sett á pönnu og deiginu hellt í formin, fyllt að 1 cm þykkt. Látið bakast við vægann hita í 7- 10 mínútur og þá er hægt að fjarlægja hringinn og snúa crumpet við og baka í 1-2 mín til að toppurinn verður gylltur.
Þetta er best nýbakað en einnig er hægt að baka og frysta en þá er best að hita aftur í brauðristinni.