Fiskur í kartöfluflöguhjúp
4 flök hvítur fiskur
3-4 msk majones
1 msk dijon sinnep
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk hvítlauksduft
150 g kartöfluflögur (td. salt og edik)
1 tsk timjan
Blanda saman majonesi, dijon, lauk og hvítlauksdufti og pensla yfir fiskinn.
í annarri skál á að mylja niður kartöfluflögur og blanda timjan saman við.
Velta fiskinum upp úr mylsnunni og setja á bökunarpappírsklædda ofnplötu. Spreyja smávegis olíu eða Pam spreyi yfir fiskinn.
Baka við 200°c í 15-20 mín eða þar til fiskurinn hefur tekið fallegan lit.
Sósan:
50 g majones eða sýrður rjómi
Súrar gúrkur
Kapers
Gúrkur og kapers saxað vel og blandað við majonesið
Borið fram með hrásalati, frönskum og sósu.