Flatkökur

Flatkökur
(1)

480 g rúgmjöl

280 g hveiti

200 g haframjöl

2 msk sykur

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

500-600 ml sjóðandi heitt vatn

Blandið þurrefnum saman í skál, hellið hluta af sjóðandi heitu vatninu yfir og hrærið saman, bætið við vatni eftir þörfum.

Hnoðið deigið frekar lint og skiptið í jafna hluta og fletjið út þunnt á hveitistráðu borði og skerið kökur undan diski.

Pikkið kökurnar með gaffli og bakið á vel heitri plötu eða pönnu.

ég skipti deiginu í 10 hluta, flet út og sker kökurnar út. Síðan er afskurðinum hnoðað aftur saman og endurtekið. Úr uppskriftinni fást um 14-16 heilar flatkökur.

Snúið oft þar til þær eru fallega brúnar. Kökurnar verða mýkri ef maður spreyjar smá vatni yfir þær eftir baksturinn.