Fléttubrauð

Fléttubrauð

2,5 tsk þurrger

1/2 msk sykur

250 ml volgt vatn

1 tsk salt

1 egg

2 msk olía

7 dl hveiti (385 g)

egg til að pensla og sesamfræ

Byjið á að leysa sykur og ger upp í volgu vatni. Látið gerblönduna standa í 10 mínútur áður en hveiti, salt, olía og egg eru sett saman við.

Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og leyfið því að hefast á volgum stað í 30 mínútur.

Takið 1/3 af deiginu frá og skiptið hvorum hluta í þrennt, þrjá stór og þrjá litla. Rúllið út hverjum hluta í langan "orm". Hver lengja ætti að vera rúmlega bökunarplata á lengd. Fléttið deigið saman í tvær fléttur og leggið smærri fléttuna ofan á þá stærri á bökunarpappír.

Penslið eggjahvítu yfir fléttuna og stráið sesamfræjum ofaná. Leyfið brauðinu að lyfta sér í 30 mínútur og bakið síðan í 35-40 mín við 200°c.