Grautarlummur

Grautarlummur

400 g hafra- eða grjónagrautur

2 egg

100 g hveiti

1 1/2 tsk lyftiduft

3 msk sykur

1-2 dl mjólk

1-2 tsk vanilludropar

smjör eða smjörlíki til steikingar

Allt þeytt saman með rafmagnsþeytara þar til deigið er vel blandað saman.

Steikja á vel smurðir pönnu við meðal lágan hita. (Lægsti logi á gaseldavél) Ég pensla pönnuna með þunnu lagi af smjöri á milli hverrar lummu.

Snúa lummunum við þegar loftbólur myndast á yfirborðinu.

Algengt er að strá smávegis sykri á heitar lummurnar en einnig má bera þær fram með sírópi eða jafnvel sultu og rjóma.

Athugasemdir

  • 2/25/2023 3:50:08 PM

    Björn Sigurðsson

    Ljómandi gott

  • 5/15/2024 1:02:10 PM

    hjansi

    ok