Grillpylsur

Grillpylsur

Það er tilvalið að steikja pylsur í air fryer pottinum en einnig er gott að nota pottinn til að velgja pylsubrauðin og jafnvel svissa lauk á meðan pylsurnar steikjast.

4 pylsur

4 pylsubrauð

1 tsk olía

1 lítill laukur

Annað meðlæti:

steiktur laukur

tómatsósa

sinnep

remúlaði

relish

Byrjið á að hita air fryer í 180°c.

Skerið laukinn í þunnar sneiðar.

Skerið nokkrar grunnar rákir í pylsurnar

Setjið olíu á skorinn laukinn og steikið í air fryer í 8 mínútur ásamt pylsunum. Ef notaðar eru þykkari pylsur er steikingartíminn lengdur um 4 mínútur.