Grísakótilettur í raspi með kartöflusalati
3-4 beinlausar grísakótilettur
1 egg
4 msk Panko brauðmylsna
20 g mulið cornflakes
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk laukduft
1 tsk paprika
1/2 tsk salt
pipar eftir smekk
smávegis chiliduft
Snyrta grísakótiletturnar og slá saman egg í skál. Krydda kótiletturnar með salti og pipar. Blanda saman brauðmylsnu, kryddum og cornflakesmylsnu í annari skál. Dýfa kótilettum upp úr eggi og síðan í raspblöndunni. Baka í 220°c heitum ofni í um 20 mínútur.
Kartöflusalatið er einfalt:
Soðnar kartöflur skornar í nokkra bita.
Sýrður rjómi og vel af grófkorna sinnepi sem er blandað saman við. Kartöflum bætt útí ásamt sneiddum vorlauk og salti og pipar eftir smekk.
Mér finnst ekki verra að kartöflurnar séu heitar í þessu kartöflusalati en það er líka í fínu lagi að þær séu kaldar.