Grísalund með tarragon og kartöflum

Grísalund með tarragon og kartöflum
(1)

300 g nýjar kartöflur

2 greinar tarragon

1 stk kjúklinga krafts hlaup (stock pot)

1-2 stórir púrrulaukar

1 svínalund (500 g)

4 msk sýrður rjómi

Kartöflur eru skornar í tvennt og soðnar í potti. Á meðan er púrrulaukurinn er sneiddur þunnt og steiktur á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur og farinn að taka smá lit. Þá er laukurinn tekinn til hliðar.

Svínalundin er skorin í medalíur og steiktar á pönnu. Þegar lundirnar eru steiktar í gegn er kjúklingakrafturinn ásamt smá vatni bætt við ásamt tarragon og 2 msk vatni. Láta sjóða í 1-2 mínútur. Í lokin er pannan tekin af hitanum og sýrði rjóminn settur út á pönnuna til að gera sósu. Bera fram með lauknum og kartöflunum.