Hafrakökur

Hafrakökur
(1)

240 g mjúkt smjör eða smjörlíki

100 g sykur

80 g púðursykur

1 egg

1/2 tsk vanilludropar

140 g hveiti

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

3/4 tsk kanill

140 g haframjöl

2-4 msk rúsínur

Forhitið ofninn í 190° C.

Þeytið vel saman smjör, sykur og púðursykur. Bætið egg og vanilludropum saman við og þeytið aðeins áfram.

Sigtið saman hveiti, matarsóda, salti og kanil og hrærið saman við eggjablönduna. Blandið haframjöli saman við ásamt rúsínum.

Rúllið deiginu í litlar kúlur, setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og þrýstið aðeins ofaná hverja kúlu til að fletja hana örlítið út.

Bakið í 8-10 mínútur við 190°c.

Leyfið kökum að kólna á bökunarplötunni í nokkrar mínútur áður en þær eru færðar yfir á grind til að kólna alveg.