Hnetusmjörs bollakökur
250 g hnetusmjör
85 g smjör
200 g púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
130 g hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk lyftiduft
kanill á hnífsoddi
120 ml mjólk
Kremið:
300-400 g flórsykur
50 g Ljóma smjörlíki
2 msk hnetusmjör
1-4 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
Þeyta saman hnetusmjör, smjör og púðursykur.
Bæta við vanillu og eggi og blanda vel saman áður en mjólk og þurrefnum er hrært samanvið.
Baka við 175°c í 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr kökunni ef stungið er í hana miðja.
Þá er komið að kreminu.
Byrjið á að þeyta saman smjör, hnetusmjör og vanilludropa, bætið við flórsykrinum og þynnið út eftir þörfum með mjólk. Athugið að setja aðeins 1 tsk af mjólk í einu og þeyta vel á milli til að fá rétta áferð á kremið.
Sprautið kreminu á kökurnar eftir að þær hafa fengið að kólna alveg.
Dreifið örlítlu af bræddu súkkulaði yfir kremið.