Jarðarberjaís

Jarðarberjaís

400 g jarðarber

250 ml rjómi

250 ml nýmjólk

1 tsk vanilludropar

100 g sykur

Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið vel.

Setjið ísblönduna í ísvél og veljið rjómaís prógramm.

Þeir sem ekki eiga ísvél geta sett blönduna í browniesform (best ef það er úr málmi) og setja í frystinn. Leyfið forminu að vera í frystinum í 1,5 klst og hrærið síðan upp í blöndunni og setjið aftur í frystinn. Best er að hræra upp í ísnum á klukkutíma fresti þar til áferðin er ásættanleg.