Jólakaka
200 g sykur
150 g smjörlíki
2 egg
360 g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 1/2 dl mjólk eða möndlumjólk
50 g rúsínur
1/2 tsk sítrónudropar
1/2 tsk kardimommudropar
Vinna saman smjör og sykur og síðan eggin út í. Þurrefnum blandað varlega saman við ásamt mjólk og dropum. Bakað við 180°c í 55-60 mín.
Ef kakan fer að verða of dökk má breiða yfir hana álpappír til að koma í veg fyrir að hún brenni á toppnum. Passið að stinga á kökuna með prjón eða tannstöngli (hann á að koma hreinn út) til að vera þess fullviss um að hún sé bökuð í gegn.