Kínóa enchilada baka
Fyrir 4
sósan:
1 lítið hvítlauksrif
150 g passata
50 ml kjúklingasoð
1 tsk cumin
2 tsk chipotle pipar úr dós (meira eða minna eftir smekk)
smá vatn eftir þörfum ásamt broti af kjúklingatening
300 ml kjúklingasoð
160 g kínóa
jalapeño úr krukku eftir smekk
2 dósir pinto baunir
160 g maís (frosinn)
2 sneiðar mexican cheese, skorið smátt
120 g rifinn ostur
vorlaukur
avocado
Steikja hvítlaukinn í smá olíu og bæta síðan passata, vatni, pipar og kryddum. Láta sjóða í nokkar mínútur og mauka síðan sósuna.
Sjóða kínóa upp úr soði og setja síðan í ofnfat ásamt baunum, maís, jalapeño og smá hluta af ostinum. Blanda vel saman og setja sían sósuna yfir og afganginn af ostinum. Baka við 200 °c þar til osturinn er farinn að bakast aðeins.
Bera fram með sneiddum vorlauk og avocado.
6/8