Kókos kaka vegan

Kókos kaka vegan

320 g hveiti

300 g sykur

2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

160 g kókosmjöl

360 ml kókosmjólk

120 ml olía

1 tsk edik

1 tsk vanilludropar

Krem:

100 g smjörlíki, mjúkt

200 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

1-2 msk kókosmjólk

Hitið ofninn í 175°c.

Blandið þurrefnunum vel saman.

Hrærið kókosmjólk, olíu, ediki og vanilludropum saman við með sleif þar til blandan er kekkjalaus.

Deigið er sett í tvö smurð kökuform (gott er að klippa út bökunarpappír til að setja í botninn á forminu). Bakið kökubotnana í u.þ.b. 30 mínútur við 175°c.

Þeytið saman smjörlíki, flórsykur, vanillu og kókosmjólk til að útbúa kremið.

Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á þær með sprautupoka.

Stráið smávegis kókosmjöli yfir toppinn á kreminu.