Konfektdraumur

Konfektdraumur
(1)

4 eggjahvítur

200 g flórsykur

2 msk kakó

Kaffikrem:

1 msk skyndi kaffiduft

2 msk sjóðandi vatn

100 g smjör

150 g flórsykur

Leysið kaffið upp í vatninu og látið kólna. Þeyta saman við smjör og flórsykur.

Súkkulaðikrem:

200 g saxað súkkulaði

1 1/2 dl rjómi

Hitið rjómann og hellið yfir súkkulaðið. Látið standa í nokkrar mínutur og hrærið síðan vel saman. Ef þið viljið hafa kremið þykkara er hægt að stinga kreminu í ísskáp í 20-30 mín.

Hitið ofninn í 150°c. Þeytið eggjahvíturí hreinni skál og þeytið þar til þær fara að freyða. Bæta flórsykrinum smátt og smátt við. Þeyta þar til stíft. Sigtið kakóið út í og blandi saman við með sleikju. teiknið þrjá 22 cm hringi á bökunarpappír og bakið botnana í 40 mín. Setjið 1 botn á kökudisk og setjið helminginn af kaffikreminu á hann og 1/3 af súkkulaðikreminu yfir það, botn nr 2 fer þar ofaná og fær sömu meðhöndlun. hellið að lokum afgangnum af súkkulaðikreminum yfir kökuna og berið fram með þeyttum rjóma.