Lasagna
Kjötsósa:
350-500 g nautahakk
1 lítill laukur, smátt saxaður
4 lauf hvítlaukur, rifinn
2 gulrætur, rifnar
1 ferna passata
2 litlar dósir tómatpúrra (140 g)
1/2 dós hakkaðir tómatar
1 teningur nautakraftur, mulinn
1 tsk oregano
1/2 tsk basil
1/4 tsk hvítlauksduft
salt og pipar
Hvíta sósan:
2 msk smjör
400 ml mjólk eða möndlumjólk
2 msk hveiti
smávegis rifið múskat
svartur pipar
1 dl rifinn mozzarella (má sleppa)
6 lasagnaplötur og 60 g rifinn ostur til að toppa
Byrjið á að mýkja laukinn í olíu á pönnu.
Bætið við hvítlauk og steikið í 1 mínútu. Þá er komið að því að bæta hakkinu út á pönnuna og steikja þar til það hefur brúnast. Bætið við passata, tómötum, púrru, gulrótum og kryddum. Leyfið kjötsósunni að sjóða við lágan hita í 20-30 mínútur.
Á meðan er hægt að útbúa hvítu sósuna. Bræðið smjör í potti og takið pottinn af hitanum. Bætið hveitinu út í pottinn og blandið vel saman og setjið síðan aftur á heita helluna. Bæta mjólkinni í smá skömmtum út í pottinn og hrærið vel í á milli til að koma í veg fyrir að sósan verði kekkjótt. Kryddið til með múskati, salti og pipar og takið af hitanum. Setjið rifinn mozzarella út í og hrærið í á meðan osturinn bráðnar saman við sósuna.
Til að setja saman lasagna er byjað á að setja kjötsósu í botninn á ofnfati, hvíta sósu þar ofaná og lasagnaplötur. Þetta er endurtekið en passa þarf að enda á hvítri sósu og toppa með rifnum osti. Baka við 180°c í 25-30 mínútur. Látið lasagna standa í 10 mínútur áður en það er skorið.