Laukstrá

Laukstrá
(1)

1 stór laukur skorinn í þunna hringi

500 ml súrmjólk

2 bollar hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk paprikuduft

1/4 tsk hvítlauksduft

1 tsk Mexican style chiliduft

nýmalaður svartur pipar

U.þ.b. 1/2-1 líter canola olía til djúpsteikingar

Byrjið á því að skera laukinn í þunna hringi. Setja lauksneiðarnar í fat og hella súrmjólkinni yfir hann.

Þá er komið að því að blanda saman kryddunum og hveitinu. Síðan er olían látin hitna í djúpsteikingapotti eða stórum potti. Þegar olían hefur náð upp hita (best er að miða við 190°c) má byrja að velta lauknum upp úr hveitiblöndunni og djúpsteikja í litlum skömmtum.

Mikilvægt er að hveitiblandan nái að hjúpa laukinn vel og unnið sé í litlum skömmtum til að laukurinn festist síður saman.

Þegar laukurinn hefur náð gullinbrúnum lit er gott að láta olíuna drjúpa af hringjunum á eldhúspappír og steikja næsta skammt á meðan.