Mini BBQ grísasamlokur

Mini BBQ grísasamlokur

Grísabógur án fitu

1 laukur

1 lítill bjór

Kryddblanda:

3 msk púðursykur

1 msk paprikuduft

1 msk hvítlauksduft

1 msk maldon salt

2 tsk laukduft

2 tsk sinnepsduft (þetta í gulu dósunum)

1 tsk cumin

1 tsk svartur pipar

smáborgarabrauð

BBQ sósa

hrásalat

kál (má sleppa)

Þetta er best að hægelda í slowcooker á low í 12 klst.

Byrjið á að útbúa kryddblönduna og nuddið henni á kjötið.

Saxið laukinn og setjið í botninn á pottinum. Látið kjötið í slowcooker pottinn, hellið bjórnum yfir og stillið á low.

Eldið í 10-12 klukkustundir.

Veiðið kjötið upp úr pottinnum og tætið í sundur með tveimur göfflum. Hellið 1 dl af vökvanum úr pottinum yfir kjötið ásamt vænum skammti af BBQ sósu.

Geymið kjötið í kæli í lokuðu íláti þar til samlokurnar eru settar saman.