Mini brownies með karamellusósu
170 g smjör
150 g suðusúkkulaði
3 egg
300 g sykur
80 g hveiti
40 g bökunarkakó
Smjörkrem:
50 g smjör
200 g flórsykur
1/2 tsk vanilludropar
Karamellusósa:
4 msk hlynsíróp
1 msk smjörlíki
Byrjið á að bræða saman smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði.
Leyfði blöndunni að kólna í 10 mínútur. Í annari skál má þeyta vel samna sykur og egg. Bætið síðan súkkulaði blömdunni saman við. Sigtið hveiti og kakó og hrærið varlega saman með sleikju.
Bakið við 175°c í 30 mínútur í brownie formi (20 x 20 cm).
Látið kökuna kólna og skerið síðan í litla bita.
Í litlum potti má gera karamellusósuna og látið hana kólna áður en hún er sett yfir kökurnar:
Sírópið er hitað í potti upp að góðri suðu og síðan er smjörlíki bætt út í pottinn. Blöndinni er leyft að sjóða þar til karamellan þykknar og verður seigfljótandi en þá er hún tekin af hitanum.
Útbúið smjörkrem með því að þeyta saman flórsykur og smjör ásamt 1/2 tsk af vanilludropum.
Setjið litla toppa af smjörkremi á hvern bita af kökunni og látið karamellusósuna drjúpa yfir kremið til að skreyta.
Það má einnig skera kökurnar með piparkökuformi til að fá annað form en ferkantaða bita.