Múmíupizza
Deig:
300 g hveiti
180 ml volgt vatn
1 tsk þurrger
1/2 tsk salt
1 msk olía
Fylling
Pizzasósa
5-10 sneiðar brauðostur
ólífur fyrir augu
Byrjið á að útbúa deigið með því að leysa þurrger upp í volgu vatninu og leyfið því að standa í nokkrar mínútur og freyða.
Bæti hveiti, salti og olíu út í gerblönduna og hnoðið vel saman.
Leyfið deiginu að hefast í 30-40 mínútur og skiptið síðan deiginu í 10 hluta.
Rúllið hverjum deighluta út með kökukefli í ílangan lítinn pizzabotn.
Skerið ostneiðarnar í renninga/strimla fyrir múmíurnar.
Smyrjið hvern deigbotn með pizzasósu og raðið osti yfir. Notið olífur fyrir augu.
Bakið við 200°c í 12-18 mínútur mínútur.