Norskar hveitibollur
Þessar komast mjög nálægt hveitibollunum sem fást í öllum helstu bakaríum í Osló.
1 poki þurrger
50 g sykur
100 g smjörlíki
3,75 dl mjólk
500 g hveiti
1 tsk kardimommudropar
Hefað í 40 mínútur. Hnoðað og mótað í bollur. Hefað í 20 mínútur. Bakað við 225°c í 10-15 mín.
Þessar eru langbestar nýbakaðar með smjöri og osti.
Einnig er hægt að bæta við rúsínum eða dökkum súkkulaðidropum.