Ostaslaufur
1 dl volgt vatn
1 egg
3 msk olía
4 dl hveiti
1 msk þurrger
1 msk sykur
1/2 tsk salt
Fylling:
2 msk bráðið smjör
1 dl rifinn ostur
eða
pizzasósa og rifinn ostur
Blandið öllu saman nema því sem á að fara í fyllinguna. Bætið við hveiti eftir þörfum.
Fletjið deigið út í stóran ferning (á stærð við bökunarplötu).
Penslið með smjöri og dreifið osti yfir miðjuna endilanga.
Brjótið aðra hlið deigsins yfir fyllinguna og síðan er seinni hliðið sett yfir svo deigið er í raun þrefalt.
Nú er lengjunni snúið við til að láta samskeytin vísa niður. Penslað og stráð fræjum yfir ef vill. Skerið lengjur og snúið upp á. Látið hefast í 20-30 mín.
Bakað við 180°c í 8-12 mín eða þar til slaufurnar hafa tekið fallegan gylltan lit.