Sítrónu bollakökur

Sítrónu bollakökur

230 g hveiti

230 g sykur

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu

1 tsk edik

1 tsk vanilludropar

1 tsk sítrónudropar

75 ml grænmetisolía

240 ml vatn

Vanillukrem:

50 g smjörlíki

250 g flórsykur

1 tsk vanilludropum

smá vatn eða möndlumjólk eftir þörfum

Byrjið á að stilla ofninn í 175°c.

Blandið saman í skál hveiti, sykur, matarsóda og salti ásamt rifnum sítrónuberki.

Setjið edik, vanilludropa, sítrónudropa, olíu og vatn saman við þurrefnin og blandið saman með sleif þar til deigið er kekkjalaust.

Setjið deigið í pappírs muffinsform en gætið þess að fylla formin einungis upp að ¾.

Bakið kökurnar í 20-25 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í miðju kökunar kemur hreinn út.

Þeytið saman smjörlíki, flórsykur, vanillu og möndlumjólk til að útbúa kremið.

Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með vanillukreminu.