Sloppy Joe sætar kartöflur

Sloppy Joe sætar kartöflur

4 sætar kartöflur (800 g)

250 g nautahakk

1 tsk montreal steak seasoning

1/2 bolli gulrætur

1/2 bolli laukur

1/2 bolli sveppir

2 msk rauð paprika, fint hökkuð

1 hvítlauksgeiri

1/2 msk rauðvínsedik

1/2 msk worchestershire sósa

200 g hakkaðir tómatar

2 msk tómatpúrra

1/3 bolli vatn

vorlaukur

Baka sætu kartöflurnar þar til þær eru mjúkar í gegn. Nautahakkið er steikt á pönnu og lauk, hvítlauk, gulrótum, sveppum og papriku er bætt út á pönnuna og steikt þar til grænmetið er farið að mýkjast. Tómötum og tómatpúrru er bætt út á pönnunan ásamt ediki, vatni og kryddum og leyft að sjóða við vægan hita i 15-25 mín.

Skerið bökuðu sætu kartöflurnar langsum og síðan er

hakkrétturinn settur yfir kartöflurnar. Gott er að dreifa sneiddum vorlauk yfir réttin áður en borið er fram.