Snúðar

Snúðar
(2)

14 dl Hveiti

1 dl sykur

1 poki ger

1 tsk salt

500 ml mjólk

90 g smjör

1 tappi kardimommudropar

Á milli:

Bráðið smjör

Kanilsykur

Blandið öllum þurrefnunum saman. Hitið mjólk og smjör saman. Hnoðið deigið og látið það lyfta sér. Skiptið deiginu í tvo hluta. Fletjið annan helminginn út í einu, í ferning á stærð við ofnskúffu. Smyrjið deigið með bráðnu smjöri og dreifið kanilsykri yfir. Síðan er deginu rúllað upp í lengju. Lengjan er síðan skorin niður í litla snúða.

Bakað við ca 230°C, þangað til snúðarnir eru aðeins farnir að brúnast.

Svo er hægt að vera grand á því og búa til glassúr til að smyrja ofaná snúðana. (Flórsykur, vatn og kakó)

Í tilraunastarfi komst ég að því að hægt er að gera 1/4 uppskrift sem smellpassar í einn stóran snúð eins og í bakaríunum.