Sörur

Sörur

Kökurnar:

3 eggjahvítur (ekki henda rauðunum, þið notið þær í kremið)

3 1/2 dl flórsykur - sigtaður

200 gr malaðar möndlur

Stífþeytið eggjahvíturnar þar til hægt að hvolfa skálinni án þess að þær renni til.

Blanda varlega útí brytjuðum möndlum og sigtuðum flórsykri. Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið í litlar kökur á bökunarpappírsklædda plötu. Baka við 180° í 10 mínútur.

Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á kökurnar.

Krem:

3/4 dl sykur

3/4 dl vatn

3 eggjarauður

100 g mjúkt smjör

2 msk kakó

súkkulaðibráð: 250 g suðusúkkulaði

Sjóðið vatnið og sykurinn þar til þykknar og verður að sýrópi. Þetta tekur örfáar mínútur -sírópið má samt ekki verða of þykkt.

Þeytið eggjarauðurnar vel á meðan.

Hellið sýrópinu út í eggjarauðurnar í mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Hrærið áfram á vægum hraða í örlitla stund. Hrærið síðan smjöri og kakói útí með sleikju þar til engir kekkir eru í kreminu.

Kreminu er sprautað á botn hverrar köku og síðan þarf að dreifa kreminu til að það nái út að brún hverrar köku en gætið þess að kremið sé þykkara í miðjuna. Best er að geyma kökurnar í frysti í a.m.k. 30 mínútur áður en þær eru hjúpaðar með súkkulaði.

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og hverri köku er dýft að hluta til ofan í súkkulaðið til að hjúpa allan krem hlutann. Kökurnar eru geymdar í frysti.