Spesíur

Spesíur
(1)

225 g mjúkt smjör

125 g flórsykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

1 tsk möndludropar

350 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk lyftiduft

súkkulaðidropar, settir á hverja köku stax eftir bakstur.

Hnoðið saman öll hráefnin og rúllið upp í lengju.

Kælið deigið í a.m.k. 4 klst áður en deigið er skorið í þunnar sneiðar og kökunum raðað á bökunarpappírsklædda plötu.

Bakið við 180°c í 10-12 mínútur.

Setjið súkkulaðidropa á hverja köku um leið og þær koma úr ofninum til að súkkulaðidropinn nái að bráðna aðeins.

Passið að leyfa kökunum að kólna alveg og súkkulaðinu að storkna á kökunum áður en þær eru færðar yfir í smákökubox.