Stromboli
200 ml vatn
350 g hveiti
1/2 tsk sykur
1 tsk salt
1 tsk ger
1 msk ólífuolía 45
Fylling
175 g mozzarella
75 g parmesan
1 msk fínsöxuð steinselja
2 msk fínsaxað basil
1 tsk svartur pipar
1 hvitlauksgeiri rifinn
1 tsk ólífuolía til að setja ofaná hleifinn
Brauðdeigið er sett á deigstillingu í brauðvél (eða hnoðað og látið hefast í klst).
Kýla niður deigið og flatt út í 23 cm x 30 cm ferning.
Dreifa rifnum mozzarellaosti og parmesan á deigið en skilja eftir 1 cm kant.
Dreifa pipar, basil og steinselju yfir ostinn og rúlla deiginu upp frá styttri hliðinni.
Bretta kantana undir brauðið. Pensla með olíu og skera grunnar rákir í hleifinn.
Láta hleifinn hefast þar til hann hefur tvöfaldast að stærð í 100°c heitum ofni (15 mínútur). Hækka hitann upp í 200°c og baka brauðið í 30-35 mínútur.