Súkkulaðikaka með hnetum
175 g suðusúkkulaði
175 gr smjör
2 dl sykur
3 eggjarauður - ATH GEYMA HVÍTURNAR
100 gr heslihnetur, grófhakkaðar og ristaðar létt á pönnu
0,5 dl hveiti
2,5 tsk sterkt uppáhellt kaffi
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Bræðið smjörið og hrærið sykrinum saman við. Síðan má setja eina eggjarauðu í einu út í blönduna.
Hrærið súkkulaðinu út í ásamt hveiti, kaffi og hnetum. Ekki hræra mjög mikið eftir að hveitið er komið út í.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega út í með sleif.
Bakið við 175°C í 35 mínútur. Gott er að nota springform með bökunarpappír.
Súkkulaðibráð:
100 gr súkkulaði
100 gr smjör
100 gr flórsykur
2 msk mjólk
Súkkulaði og smjör brætt saman í potti, flórsykri og mjólk bætt saman við. Hrært saman og hellt yfir kökuna á meðan hún er enn volg.