Súkkulaðiorma bollakökur

Súkkulaðiorma bollakökur

4 msk kakó

45 g brætt smjör

3 msk volgt vatn

6 msk súrmjólk

1 egg

1 eggjahvíta

3/4 bolli sykur

3/4 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

Hræra saman kakói og smjöri og bæta síðan útí vatni, súrmjólk og eggjum. Hræra vel saman og setja síðan þurrefnin samanvið.

Baka í bollakökuformum í 20 mínútur við 180°c eða þar til hægt er að stinga á kökuna og prjónninn kemur hreinn út.

Láta kökunar kólna alveg áður en þær eru skreyttar með súkkulaðismjörkremi, hlaupormum og súkkulaðikexmylsnu.

Súkkulaðismjörkrem:

150 g smjör

450 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

4 msk bökunarkakó

smá mjólk eftir þörfum (setja mjög lítið út í einu)

Eftir að kremið er komið á kökurnar er hægt að stinga hlaup ánamöðkum í kremið og strá smá kexmylsnu yfir. Ég nota súkkulaðikremkex sem ég blanda í minihakkara svo úr verði hálfgerð mold.