Toad in the hole
Breskur pylsuréttur gerður mun léttari með kjúklingapylsum
1 pakki kjúklingapylsur
1 laukur
60 g hveiti
2 tsk lyftiduft
100 ml undanrenna
5 stór egg
smá klípa rósamarín (má sleppa)
2 tsk salvía
Byrja á að steikja pylsurnar í 200°c ofni í 5 mínútur, bæta síðan við lauknum í hringjum og steikja í 10 mínútur í viðbót. Á meðan er hægt að útbúa deig úr síðustu innihaldsefnunum. Hella síðan deiginu yfir og baka í 25 mínútur eða þar til deigið hefur tekið gylltan lit.
Berið fram með kartöflustöppu, gufusoðnum strengjabaunum og brúnni sósu (gravy).