Tómatbrauð

Tómatbrauð
(1)

235 ml tómatsafi

235 ml vatn

15 g þurrger

60 ml olía

80 ml hunang

15 g söxuð steinselja

25 g saxaður graslaukur

2 hvítlauksrif fínsaxað

1 rifin gulrót

6 g salt

820 g hveiti

Velgja saman í potti tómatsafa og vatn. Blanda saman við ger og hunang. Leyfa gerinu að freyða. Bæta við olíu, steinselju, graslauk, hvítlauk, gulrót og salti. Bæta við hveitinu þar til deigið er farið að verða stíft.

Hnoða í u.þ.b 5 mín. Setja deigið í vel smurða skál og láta það hefast þar til það hefur tvöfaldað stærð sína. Kýla niður deigið og skipta í tvo helminga. Setja í smurð brauðform (12x22 cm) og látið hefast í45-60 mín.

Bakist við 220°c í 30 mín