Vínarbrauðslengjur
Þessi uppskrift passar í tvær vínarbrauðslengjur.
1,5 tsk þurrger
1 tsk sykur
60 ml volg mjólk
220 g hveiti
1/8 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 egg
60 g smjörlíki, kalt
Fyllingin:
50 g smjör
50 g sykur
100 g marsipan
1 msk saxaðar möndlur
1 msk perlusykur
Leyfið þurrgeri, sykri og mjólkinni standa í 10 mínútur saman í hrærivélaskálinni áður en afgangnum af innihaldsefnunum er bætt út í. Hnoðið deigið vel saman og leyfið deiginu síðan að standa í 10 mínútur á meðan fyllingin er útbúin.
Blandið saman sykri og smjöri. Rífið niður marsipanið á grófari hlið rifjárnsins.
Skiptið deiginu í tvennt, fletjið það úr á bökunarpappír og setjið fyllinguna í miðju deigsins endilangt.
Setjið smjör og sykurinn fyrst, marsipanið þar ofaná og bjótið hliðarnar næstum inn að miðju. Skiljið þó eftir smá renning opinn í miðjunni. Dreifið möndlum og perlusykri yfir miðjuna. Bakið við 175°c í u.þ.b. 15 mínútur.
Útbúið örlítinn glassúr úr 4 msk flórsykri og örfáum dropum af vatni (og matarlit ef vill). Smyrjið þykkum glassúrnum yfir aðra hliðina eftir að vínarbrauðin hafa náð að kólna.