Grjónagrautur
2, 5 dl Long grain hrísgrjón
2,5 dl vatn
1 tsk salt
1 líter nýmjólk eða léttmjólk
Byrjið á að setja grjón og vatn ásamt salti í pott. Hitið við vægan hita í nokkrar mínútur og byrjið síðan að bæta við mjólkinni í smáum skömmtum.
Grauturinn á að sjóða við vægan hita í um 40 mínútur og það þarf að gæta þess vel að hræra reglulega í grautnum til að koma í veg fyrir að hann brenni við.
Berið fram með ískaldri mjólk, kanilsykri og rúsínum fyrir þá sem það kjósa.