Maís rif í air fryer
2 ferskir maískólfar
2 tsk reykt paprika
1/2 tsk paprika
1 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk laukduft
salt og pipar
50 g smjör, brætt
safí úr einni lime
ferskur chili, fínt saxaður
1 msk rifinn parmesan ostur
söxuð steinselja til að skreyta með
Byrjið á að kljúfa hvern maískólf í tvennt.
Takið hvern maís hluta í fjögur "rif" með því að kljúfa bitann eftir miðjunni.
Bræðið smjörið og takið af hitanum. Bætið kryddum og lime safa út í smjörið.
Setjið maísrifin út í skálina með kryddblöndunni og hrærið í með sleikju til að hjúpa rifin vel.
Eldið rifin í air fryer við 200°c í 20 mínútur. Snúið maísrifjunum við þegar helmingur eldunartímans er liðinn.
Stráið parmesan, steinselju og chili yfir eldaðan maísinn og berið strax fram.