Rauðrófuhummus

Rauðrófuhummus

Bakaðar rauðrófur

1 dós kjúklingabaunir

1 lauf hvítlaukur

2 msk ólífuolía

2 kúfuð msk tahini

1/2 tsk Maldon salt

1 msk sítrónusafi

1 tsk cumin

svört og hvít sesamfræ (má sleppa)

Skolið kjúklingabaunir og setjið í matvinnsluvél ásamt hvítlauk, flysjuðum og bökuðum rauðrófum, olíu, tahini sesam smjöri, salti, cumin og sítónusafa.

Maukið saman þar til baunakæfan er slétt og kekkjalaus.

Toppið með sesamfræjum og smávegis olíu.