Pastasósa með bökuðum hvítlauk
1 heill hvítlaukur, bakaður með smá olíu
1 lítill laukur, saxaður
1 msk olífuolía
1 tsk þurrkaðar hvítlauksflögur
1 msk tómatpúrra
1/4 tsk salt
1/4 tsk balsamedik
1/4 tsk hot sauce
1/8 tsk rauður pipar, malaður
1 tsk oregano
1/8 tsk basil
2 dósir (400 g hver)heilir plómutómatar
Við byrjum á því að skera toppinn og botninn af hvítlauknum og setjum smávegis ólífuolíu yfir hann.
Pökkun hvítlauknum í álpappír og bökum í ofni við 200°c í 30 mín.
Á meðan er hægt að skera og hita laukinn í olíu á pönnu þar til laukurinn er gylltur og mjúkur. Bæta við hvítlauksflögum og steikja í mínútu til viðbótar.
Bæta síðan við tómatpúrru, salti, balsamediki, hot sauce, rauðum pipar, basil og italian seasoning.
Bæta við tómötum ásamt vökvanum úr dósunum, ná upp suðu og láta sjóða við vægan hita í 20 mín.
Kreista hvítlaukinn úr hýðinu og bæta út í sósuna. Sjóða í 30-45 mín í viðbót eða þar til sósan er komin með rétta bragðið.
Borið fram yfir góðu pasta með hvítlauksbrauði.