Trönuberja- og kalkúnasalat

Trönuberja- og kalkúnasalat

100 g elduð kalkúnabringa

1 stilkur sellerí

2 vorlaukar

2 msk trönuber

4-6 msk majones (má vera léttmajo)

10 stk pekanhnetur, saxaðar

örlítill svartur pipar

Byrjið á að skera sellerí, eldaða kalkúnabringu og vorlaukinn smátt. Saxið trönuberin og saxið pekanhneturnar gróft. Blandið öllu saman og hrærið majonesi samanvið. Smakkið til með svörtum pipar.

Geymið i kæli.